13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4142 í B-deild Alþingistíðinda. (3772)

318. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vísa til þess sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á undan varðandi rökstuðning fyrir þessari till. En ég er alveg gáttaður á málflutningi hv. talsmanns Sjálfstfl. og meiri hl. í þeirri nefnd sem hér um ræðir, Friðrik Sophussyni, sem segir efnislega: Ég tel að það eigi að gera þetta, eigi að takmarka þessi lán, en það er óþarfi að setja það í lagagreininni. Skaðar það einhvern að hafa það í lagagreininni.? Hvaða vopn hefur hann annað? Vexti. Hvaða vexti? Ég segi já.