16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4275 í B-deild Alþingistíðinda. (3963)

119. mál, umferðarlög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hér hafa verið greidd atkvæði aftur að „og landlæknir“ og það er allt í lagi að hafa fellt þann hluta tillögunnar einfaldlega vegna þess að setningin sem var í upphafi, „Í hóp þeirra sem rétt eiga á að tilnefna fulltrúa í Umferðarráð bætist:". þurfti einfaldlega ekki að vera með í lagagreininni, á ekki þar heima. Það er búið að fella Náttúruverndarráð og þá er orðið tímabært að greiða atkvæði um seinni liðinn „og landlæknir“.