16.03.1987
Efri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4353 í B-deild Alþingistíðinda. (4116)

209. mál, sjómannadagur

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil bara taka undir það sem þeir hv. þm. sem hér hafa talað hafa sagt varðandi þessa breytingu. Við skoðuðum þetta mál virkilega vel að okkar mati í sjútvn. vegna þess að auðvitað eru það sjómenn fyrst og fremst sem eiga þennan hátíðisdag og við eigum að fara eftir þeirra ábendingum. Því miður var þessi breyting gerð í Nd. en við skulum vona að á næsta þingi taki nægilega margir hv. þm. sig til og breyti þessu aftur þannig að eftir ár verði þetta ekki 14. júní heldur um mánaðamótin eða daginn fyrir mánaðamót. Ég held að þetta sé meira atriði en menn gera sér grein fyrir og ég harma það að neðrideildarþm. í sjútvn. skyldu ekki skoða þetta mál mjög vandlega.