17.03.1987
Neðri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4433 í B-deild Alþingistíðinda. (4210)

125. mál, opinber innkaup

Páll Pétursson:

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur haft til meðferðar frv. til laga um opinber innkaup. Nefndin fékk til viðræðu við sig fulltrúa frá Innkaupastofnun ríkisins, Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og fulltrúa Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Magnús Pétursson hagsýslustjóra.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þskj.

Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt.

Undir þetta skrifa Páll Pétursson, Guðmundur Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Friðrik Sophusson og Svavar Gestsson, með fyrirvara, og einnig Kjartan Jóhannsson, með fyrirvara.

Brtt. er við gildistökugreinina. Í stað orðanna „1. janúar 1987“ komi: 1. janúar 1988. Þetta var sem sagt úrelt ákvæði í frv. sem verður að færa til nútímalegra horfs.

Einnig flytur Svavar Gestsson brtt. við frv. og mun hann að sjálfsögðu mæla fyrir henni sjálfur.