19.03.1987
Neðri deild: 72. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4561 í B-deild Alþingistíðinda. (4453)

405. mál, eftirlit með skipum

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég get í sjálfu sér í einu og öllu tekið undir það sem hv. síðasti ræðumaður sagði, en ég vil ekki hverfa af síðasta fundi sem ég sit í deildinni öðruvísi en þakka hæstv. samgrh. fyrir það framtak sem hann hefur sýnt á síðustu mánuðum og reyndar árum í sambandi við aukið öryggi sæfara, sem m.a. hefur verið fólgið í því að verða við tillögum sem öryggismálanefnd sjómanna, sem skipuð var af níu þm. á sínum tíma, vann að og gerði tillögur um. Ég fæ ekki séð annað en það frv. sem hér liggur nú fyrir sé hluti af því máli.

Ég get tekið undir það hins vegar með hæstv. ráðh. að sjálfsagt er að endurskoða þessi lög í heild, en ég fæ ekki séð að þeir menn hafi ástæðu til að gera athugasemdir við þetta frv. sem fyrir nokkrum vikum m.a. lýstu því yfir að þeirra væri helst óskin að flytja kaupskip, sem gerð hafa verið út í Reykjavík, annaðhvort út á land eða þá í hendur þeirra sem þeir hafa nú áhyggjur af, sem eru erlend leiguskip. Ég tel enga ástæðu til þess.

Ég mæli, hv. þm., eindregið með því að þetta frv. verði samþykkt og gert að lögum.