10.11.1986
Efri deild: 10. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

Magnús H. Magnússon póst- og símstöðvarstjóri fyrir EG 5. LA

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf, dags. 5. nóv. 1986:

„Til forseta Ed.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Magnús H. Magnússon póst- og símstöðvarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Eiður Guðnason,

5. landsk. þm.

Magnús H. Magnússon hefur áður tekið sæti á Alþingi og því hefur kjörbréf hans verið rannsakað. Er hann nú boðinn velkominn til starfa.