11.11.1986
Sameinað þing: 15. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

83. mál, fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga

Flm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka þær undirtektir sem þessi till. hefur fengið. Raunar bjóst ég ekki við öðru. Það var auðheyrt á hv. síðasta ræðumanni, Þórði Skúlasyni, að ástæða hefði verið til þess að ræða þessa till. við aðrar aðstæður, ef ég má svo að orði komast, með viðdvöl hæstvirtra ráðherra. Úr því verður nú ekki bætt úr þessu, hygg ég, en ég endurtek þakkir mínar til hans fyrir góðar undirtektir undir þessa till., og ég hygg að hv. þm. hafi talað fyrir munn fleiri að því er varðar samskiptamál ríkis og sveitarfélaga.