15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2198 í B-deild Alþingistíðinda. (1568)

1. mál, fjárlög 1988

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég hef síður en svo á móti því að menn geri skýrlega grein fyrir atkvæði sínu og afstöðu í málum, en á hinn bóginn þykir mér óviðkunnanlegt og ástæða fyrir forseta til að veita hv. þm. áminningu þegar þeir með heldur ósmekklegum hætti veitast að fyrrv. þm. undir því yfirskini að þeir séu að gera grein fyrir atkvæði sínu þannig að ekki er hægt með eðlilegum hætti að koma vörnum við. Ég vil vekja athygli á þessu, herra forseti, og nota annað tækifæri til að leiðrétta þau ósmekklegu ummæli sem hér voru uppi höfð af hv. 4. þm. Norðurl. e.