15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

1. mál, fjárlög 1988

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Á sama hátt og mér finnst óeðlilegt að ríkið styrki dagblöðin finnst mér alveg sjálfsagt að ríkið borgi fyrir þau blöð sem það fær og ef það er hæfileg tala, 250 blöð, sem ég hygg að muni vera, allmörg blöð koma t.d. hingað til Alþingis, er ekki hægt að ætlast til þess að útgefendur gefi þau blöð. Auðvitað á ríkið og ríkisstofnanir að borga fyrir þau blöð sem það fær rétt eins og allir aðrir. Þess vegna segi ég já.