18.12.1987
Efri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2526 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

129. mál, kirkjugarðar

Guðmundur Ágústsson:

Hæstv. forseti. Það sama gildir um þetta frv. og frv. um sóknargjöld að ég gerði almennan fyrirvara og hann byggðist á því að þarna væri ekki um auknar álögur að ræða, heldur væru þetta aðeins tilfærslur vegna þeirra breytinga sem verða vegna staðgreiðslukerfisins. Á það var lögð rík áhersla, og kom það fram í svari formanns nefndarinnar, að þarna væri ekki um nýja skattheimtu að ræða og á þeirri forsendu samþykkti ég nál. en með þessum fyrirvara.