18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2544 í B-deild Alþingistíðinda. (1951)

Uppprentun þingskjala

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Aðeins til að stytta þessar umræður. Ég er innilega sammála hv. 2. þm. Vestf. Hér verður auðvitað engu breytt í þeim texta sem við höfum afgreitt út úr deildinni, enda ekki minnsta þörf á því vegna þess að málið er enn þá í Ed. og þar hafa þegar komið fram brtt. þannig að frv. kemur aftur hingað til hv. Nd. Ég vil því fara fram á það að þetta þingskjal verði dregið til baka. Það þarf ekkert að athuga hvort efnisbreyting er á því eða ekki. Það er verkefni hv. félmn. Ed. Ég vil þess vegna fara fram á það við forseta þessarar hv. deildar að hann upplýsi kollega sinn í Ed. um að þarna sé vandamál á ferðinni sem skera þurfi úr, en það er auðvitað fráleitt að leggja fram þingskjal í breyttu formi sem þegar er afgreitt út úr hv. Nd. Það kemur auðvitað ekki til mála.