18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2572 í B-deild Alþingistíðinda. (1975)

137. mál, launaskattur

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Mér þykir vera höfð hér uppi óréttmæt gagnrýni á hæstv. forseta. Ég staðfesti að hann hafði úrskurðað að umræðunni væri lokið áður en hv. þm. Hjörleifur Guttormsson bað um orðið um þingsköp og ég sé ekki að hæstv. forseti geti tekið þau orð sín aftur. Umræðunni var lokið og ég sé ekki annað en hæstv. forseti hafi stjórnað fundi og úrskurðað samkvæmt venjulegum reglum. Þetta vil ég staðfesta.