18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2583 í B-deild Alþingistíðinda. (1984)

137. mál, launaskattur

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér er um það að ræða að taka upp nýjar álögur á útflutningsatvinnuvegina og gera þeim skylt að greiða launaskatt sem ekki hefur verið. Upplýst hefur verið jafnframt í meðferð málsins að þar eru nú miklir erfiðleikar, bæði innan sjávarúrvegsins og útflutningsiðnaðarins og dökkar horfur fram undan. Hæstv. ríkisstjórn hefur engu til svarað um það til hvaða ráðstafana hún hyggist grípa í þessum efnum. Við slíkar aðstæður teljum við órökrétt og óraunhæft að taka upp nýjar álögur á þessar greinar og leggjumst því gegn samþykkt þessa frv. Ég segi nei.