22.12.1987
Efri deild: 36. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3010 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

181. mál, stjórn fiskveiða

Danfríður Skarphéðinsdóttir:

Herra forseti. Ég gerði eiginlega grein fyrir atkvæði mínu í ræðu áðan, en þá voru fáir viðstaddir þannig að ég ætla að gera það aftur núna. Ég sagði þá að mér fyndist óeðlilegt að þurfa að gera svona tillögu, en það er spurning þegar þeir aðilar sem þarna er um að ræða hafa lent greinilega í einhverri afarstöðu í kvótakerfinu. Ég held að nú stefni allt í að það sé verið að festa kvótakerfið í sessi. Ég lít svo á að það þurfi að hreinsa öll svona gömul mál áður en það gerist. Þess vegna segi ég já.