22.12.1987
Efri deild: 36. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3011 í B-deild Alþingistíðinda. (2164)

181. mál, stjórn fiskveiða

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Það frv. um fiskveiðistjórn, sem hér er nú til lokaumræðu í deildinni, er að mínu áliti í andstöðu við stefnu og starfsyfirlýsingu núv. ríkisstjórnar. Þetta frv. er líka í andstöðu við yfirlýstar ákvarðanir kjördæmisþings Alþfl. á Vestfjörðum. Mér sýnist að samþykkt þessa frv. geti haft þær afleiðingar að jafnaðarmenn á Vestfjörðum snúist gegn hæstv. ríkisstjórn. Hvort slíkt verður kemur í ljós á seinni tímum. Ég segi nei.