07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3742 í B-deild Alþingistíðinda. (2619)

181. mál, stjórn fiskveiða

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Við alþýðubandalagsmenn höfðum lagt til að settur yrði á byggðarkvóti til að koma í veg fyrir að einstök byggðarlög verði skilin eftir án tryggrar hráefnisöflunar og að kvóti fylgi ekki fiskiskipi að fullu við sölu heldur aðeins að 1/3. Hér er verið með þeirri till. sem hv. þm. Matthías Bjarnason hefur flutt að veita hæstv. ráðherra heimild til þess að bregðast við slíkum vandræðum sem geta orðið hvenær sem er við sölu skipa úr heimahöfn. Ég segi því já við þessari till. þar eð hún horfir til bóta frá því sem meiri hl. sjútvn. hefur lagt til.