07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3744 í B-deild Alþingistíðinda. (2638)

181. mál, stjórn fiskveiða

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á því að ég hafði borið fram hliðstæða ósk varðandi brtt. á þskj. 236 um að þar yrði borið upp í tvennu lagi. Ég sá ekkert því til fyrirstöðu að það væri hægt, en forseti úrskurðaði það með öðrum hætti. Mér finnst þessi úrskurður orka tvímælis og ekki vera til þess fallinn að greiða fyrir þingstörfum og ég hefði talið rétt að þetta yrði endurskoðað.