26.10.1987
Sameinað þing: 8. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í B-deild Alþingistíðinda. (277)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Sólveigar Pétursdóttur lögfræðings, sem er 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, en óskað er eftir að hún taki sæti á þingi í fjarveru Guðmundar H. Garðarssonar, 14. þm. Reykv. Nefndin leggur til að kjörbréfið verði samþykkt.

Þá hefur kjörbréfanefnd einnig haft til athugunar kjörbréf Maríu E. Ingvadóttur viðskiptafræðings, sem er 3. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, en það er óskað eftir að hún taki sæti á Alþingi í fjarveru Birgis Ísl. Gunnarssonar menntmrh., 2. þm. Reykv. Kjörbréfanefnd leggur einnig til að þetta kjörbréf verði samþykkt.