28.10.1987
Neðri deild: 7. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

34. mál, aðför

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Til þess að taka af öll tvímæli vil ég árétta það og ítreka að ég tel það þarft að sú efnisbreyting sem felst í frv. sem hv. 1. þm. Reykv. flytur verði nú gerð og án þeirrar tafar sem hljótast mundi af því að bíða þeirrar nauðsynlegu endurskoðunar á aðfararlögunum í heild sem ég tel að þurfi að fara fram.

Ég ítreka einnig að þessi breyting megi ekki eingöngu taka til 33. gr. í aðfararlögunum, heldur verði hún einnig að taka til 25., 34. og 45. gr. eins og fram kemur í áliti réttarfarsnefndar á fram komnu frv. sem er óbreytt frá því sem flutt var á síðasta þingi. En með þessum breytingum tel ég rétt að allshn., fái hún þetta mál til meðferðar, komi með frv. til deildarinnar að nýju eftir nefndarmeðferð með þeim kjarna sem felst í frv. hv. flm.