25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4874 í B-deild Alþingistíðinda. (3378)

258. mál, Menningarsjóður útvarpsstöðva

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Mér finnst þetta svo alvarlegt mál að það sé ástæða til að biðja hæstv. menntmrh. blátt áfram um skýrslu um það fyrir Alþingi því að ef á að taka eitthvað mark á blaðaviðtali við Stöð 2, framkvæmdastjóra hennar, gefur það a.m.k. til kynna að þarna sé verulega skotið undan. Hins vegar er það rétt, sem hæstv. menntmrh. segir, að greiðslur frá Ríkisútvarpinu munu hafa komið seint og getur skýrt málið að einhverju leyti. En ekki nema að einhverju leyti.