09.11.1987
Sameinað þing: 15. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað þau kjörbréf sem vísað var til hennar. Í fyrsta lagi er það kjörbréf Unnar Stefánsdóttur sem er 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi. Í öðru lagi kjörbréf Sturlu Böðvarssonar sem er 2. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, en jafnframt barst nefndinni bréf frá Valdimar Indriðasyni þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki sökum anna tekið sæti á Alþingi næstu vikur sem varamaður Friðjóns Þórðarsonar, 2. þm. Vesturl. Í þriðja lagi kjörbréf Láru V. Júlíusdóttur sem er 1. varamaður Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi. Og í fjórða lagi kjörbréf Jónasar Hallgrímssonar sem er 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi.

Varamenn taka Kjörbréfanefnd var sammála um það að mæla með því að kjörbréf allra þessara fjögurra varamanna verði tekin gild.