27.04.1988
Neðri deild: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6878 í B-deild Alþingistíðinda. (4811)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Kristín Einarsdóttir:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið leggur Kvennalistinn ríka áherslu á eflingu hins félagslega íbúðalánakerfis. Það markmið þyrfti að nást fram með þeirri endurskoðun sem boðuð hefur verið og stefnt er að að ljúki á þessu ári. Flaustursleg afgreiðsla á einum þætti þessa máls, þ.e. kaupleigukerfinu, sem hér liggur fyrir, er ekki líkleg til árangurs. Því lagði Kvennalistinn til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar með það í huga að mörkuð yrði framtíðarstefna um kaupleiguíbúðir í tengslum við heildarendurskoðun húsnæðislánakerfisins. Að þeirri tillögu felldri sitja þingkonur Kvennalistans hjá við afgreiðslu þessa máls. Ég greiði ekki atkvæði.