05.05.1988
Efri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7377 í B-deild Alþingistíðinda. (5365)

431. mál, virðisaukaskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að ef við stæðum frammi fyrir því að eiga að velja um hvort virðisaukaskattur yrði lagður á í einni prósentu eða fleirum teldi ég skynsamlegra að hafa fleiri þrep og hlífa matvörum og öðrum brýnum neysluvörum við háum skattþrepum. Þar sem hins vegar er ekki um það að ræða að mér eða okkur þingmönnum Alþb. hér gefist kostur á því að hafa nein áhrif á hvernig þessu máli verði lent greiði ég ekki atkvæði, en vil ekki hafna till. þar sem ég skil þá hugsun sem að baki tillöguflutningnum liggur.