05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7499 í B-deild Alþingistíðinda. (5566)

Frumvarp um breytingu á áfengislögum

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég mun ræða við minn þingflokksformann um þessi mál og tilhögun fundarhalda. Ég tel að það sé rétt ábending hjá hæstv. forseta að það sé eðlilegur vettvangur til að taka á skipulagi þinghaldsins þessa daga sem eftir eru af þinginu núna.

Ég vil hins vegar láta þá ósk koma hér fram að ég tel eðlilegt að eitthvað af þessum þmfrv. sem ekki hafa fengið að komast inn á dagskrána enn þá komi til meðferðar á fundinum núna á eftir. Það eru fyrstuumræðumál. Þetta bjórfrv. sem menn eru orðnir þyrstir í að fara að ræða er annarrarumræðumál og eðlilegt að taka fyrst fyrstuumræðumál þessarar deildar áður en farið er að taka fyrir til 2. umr. neðrideildarmál.