06.05.1988
Efri deild: 93. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7649 í B-deild Alþingistíðinda. (5661)

446. mál, Listasafn Íslands

Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til l. um Listasafn Íslands og þær umsagnir sem um málið bárust. Nefndin leggur einróma til að frv. verði samþykkt. Svavar Gestsson sat fund nefndarinnar og hann er samþykkur þessari niðurstöðu. Undir þetta nál. skrifa allir nefndarmenn.

Það má segja að það sé vel við hæfi að þegar Listasafn Íslands tekur til starfa í nýju og glæsilegu húsnæði séu sett ný lög um starfsemi þess. Nefndin leggur einróma til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir.