09.05.1988
Efri deild: 95. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7776 í B-deild Alþingistíðinda. (5894)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Með þessari tillögu er verið að gera tilraun til að opna kaupleigukerfið fyrir illa stöddum sveitarfélögum sem geta ekki án sérstakra ráðstafana nýtt sér þá kosti sem í kaupleigukerfinu felast. Ég vona að þm. stjórnarflokkanna utan af landi átti sig á því hvað það er þýðingarmikið að koma inn ákvæði af þessu tagi. g tel að það skipti sköpum varðandi framkvæmd og þróun þessa kerfis að landsbyggðin komist inn í það hið allra fyrsta. Þess vegna segi ég já, herra forseti.