09.05.1988
Efri deild: 95. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7779 í B-deild Alþingistíðinda. (5905)

126. mál, mat á sláturafurðum

Danfríður Skarphéðinsdóttir:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir það nál. sem hér liggur fyrir með fyrirvara og er sá fyrirvari minn til kominn af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi höfðum við afar skamman tíma, sennilega vegna fjarveru hv. formanns nefndarinnar frá höfuðborgarsvæðinu eins og hann gat um áðan, til þess að kynna okkur málið. Hinn fyrirvari minn byggist á því að nú þegar verði hafin umræða á faglegum vettvangi um málefni sláturhúsanna og að dæmið verði gert upp hvernig á að útbúa sláturhúsin, hvort það verður með tilliti til útflutnings í allar áttir eða ekki og hvaða kröfur verða gerðar í ljósi þeirra ákvarðana sem teknar verða varðandi það.

Ég vildi rétt aðeins gera grein fyrir þessum fyrirvara mínum hér.