19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Jónsson):

Eg vil að eins benda á það, að fjárveitingarvaldið getur breytt, hvaða fjárframlagi sem vera vill, þó það standi á fjárlögum, ef ekki önnur lög eru fyrir, sem hefta það. Mér stendur á sama, hvort ofan á verður með þessa tillögu fjárlaganefndarinnar og skal kannast við það, að kalla megi það nokkuð ómannúðlegt og nærgöngult við þennan mann, sem hér á hlut að máli, að svifta hann þessu fé, en full lagaheimild er fyrir því.