01.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Forseti (Ó. Br.):

Út af því sem háttv. umboðsmaður ráðherra benti til, að ekki væri samkvæmt þingsköpunum að bera upp tillögur, sem feldar hafa verið við 2. umr., þótt upphæðunum sé breytt, skal eg lýsa yfir því áliti mínu, að þar sem í 30. gr. þingskapanna er svo ákveðið, að br.-till. um atriði, sem búið er að fella í deild, megi ekki bera upp aftur í sömu deild á sama þingi, þá sé, þegar um fjárlög er að ræða að eins átt við sérstaka liði, er feldir hafa verið. Geta því háttv. þm. sparað sér umræður um þær tillögur. Eg mun telja upp, hverjar þær eru við atkv.greiðsluna.