20.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Ráðherrann (B J.):

Eg skal aðeins minnast á Rangárbrúna, það er ekki af því, að mér væri ekki kært að sú samgöngubót kæmist á, að eg hefi talað á móti því máli hér í deildinni áður, og legg enn á móti því, heldur af hinu að eg álít að hún geti beðið betri tíma. Það má gera mjög mikið með 50 þús. kr., að því að bæta ýmsar torfærur, sem enn þá meiri nauðsyn er að lagfæra en þetta. En auðvitað dettur mér ekki í hug, að lá héraðsbúum, þótt þeir reyni alt hvað hægt er, að bæta samgöngur hjá sér. Samúð hefi eg fullkomna með þeim og væri mjög svo kært, ef hægt væri að veita fé til brúarinnar að þessu sinni, en álít ekki rétt, að taka fé frá öðrum nauðsynlegri fyrirtækjum til þessa; það bráðliggur ekki það á því.