03.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 597 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Umboðsmaður ráðherrans (Klemens Jónsson):

Eg hefi ekki neinu við að bæta. Framsm. (H. G.) hefir tekið það fram, sem um þetta mál er að segja; þó vil eg fara nokkrum orðum um ábyrgð Björgvins sýslumanns. Frá mínu sjónarmiði finst mér sanngjarnt að losa hann við ábyrgð á reikningi 1906 og stjórnin hefir lofað Björgvin því, að mæla með því, og því hefi eg komið með breyt.till. í þá átt, en eg sé mér ekki fært að koma með till. um að losa hann við ábyrgð á reikningi 1907, sem eg álít að hann ekki geti komist hjá að greiða. Honum var nokkur vorkunn, þótt hann reiknaði skakt fyrra árið og svo ber þess að gæta, að féð hefir ekki runnið í hans vasa heldur hefir það sparast almenningi. En stjórnin hafði enga heimild til að afgera málið upp á eigin hönd, heldur varð það að bíða þingsins og vænti eg eftir þessa skýringu, að deildin samþ. till. mína.