17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (1422)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Hannes Hafstein:

Eg hefi enga breyt.till. En eg vil að eins taka það fram, að ef að rifið er hrís eða víðir í banni skógarvarðar, þá á það auðvitað að varða sektum.

Eg er þakklátur hinum háttv. frms. (S. S.) fyrir ummæli hans viðvíkjandi 7. gr., og er eg þar á sama máli, og get eg ómögulega séð, að hún geti verið til nokkurs meins. Þegar talað er um það, að beita skóg, þá er átt við það, að reka féð í skóginn að þarflausu. Hitt er auðvitað, þar sem svo er ástatt, að fé verður að ganga í skóglendi, sökum þess, að ekki er annað land til, þá getur slíkt ekki reiknast sem lagabrot, en á hinn bóginn meinlaust, að hafa ákvæði í lögunum til þess, að hvetja menn til að fara vel með þessar litlu skógarleifar, sem eftir eru í landinu.