12.03.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

6. mál, aðflutningsgjald

Kristinn Daníelsson:

Það er rétt, sem hæstv. ráðherra tók fram, að hægt er að blanda sæta saft með áfengi, en þess ber að gæta, að sú sætsaft, sem nú er notuð hér á landi, er ekki áfeng, þar sem súrsaftin er áfeng án þess að hún sé blönduð með áfengi, og eg þykist vita með vissu, að hún hefir reynst mjög áfeng óblönduð. Eg skal ekki neita því heldur, sem hæstv. ráðherra sagði, að þessi hætta gæti legið í loftinu með sæta saft og misbrúkun hennar, en þá er að setja undir þann lekann, þegar sú reyndin er á orðin. Það verður ekki fyrir alt byrgt og má þó byrgja fyrir nokkuð.