26.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (1681)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Pétur Jónsson:

Þó skömm sé frá að segja, hef eg lítinn gaum gefið frv. þessu fyr en nú. En þegar eg fór að athuga það, þá fanst mér ástæða til að gera aths. við 3. grein. Þar er nýmæli, sem nemandalögin frá 1893 gera ekki ráð fyrir, það er að námstíminn skuli vera minst 4 ár. — Fyrir nemandann ímynda eg mér, að þetta lágmark námstímans sé ekki nauðsynlegt. eg álít að hér sé ekki um skyldunám að ræða, þar sem tíminn þurfi endilega að vera svo og svo langur. Svo er annað, að gert er ráð fyrir í 11. gr. að nemandi geti slitið námssamningi, og þá getur hann auðvitað gengið inn á námssamning við einhvern annan, en þá er ekki tiltekið, hvort sá tími, sem hann var búinn að vera, skuli reiknaður með námstímanum hjá þeim sem hann hefir ráðið sig á ný. Enn er það nýmæli, að reynslutíminn skuli að eins vera einn mánuður í stað 3 mánaða í lögunum frá 1893. Mér virðist það athugavert.