22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

51. mál, stofnun landsbanka

Framsögumaður (Magnús Blöndahl):

Eg þarf nú reyndar ekki miklu að svara því, er háttv. þm. Vestmanneyinga (J. M.) sagði. Eg tók það fram áðan, að ekki væri rétt að fara inn á einstök atriði málsins við þessa umr., mintist einnig á það, að frv. þyrfti í einstökum atriðum smábreytinga við, Þetta finst mér í sjálfu sér ekki svo ýkja merkilegt, því eftir minni hyggju eru víst fá frv. hér í þinginu þannig úr garði gerð frá fyrstu hendi, að ekki þurfi að bæta þau og breyta í ýmsu. En því verð eg að lýsa yfir, að eg tel ástæðu minni hlutans um að fresta málinu ekki á neinum verulegum rökum bygða.

Eg hygg væntanlega milliþinganefnd eiga nóg verkefni fyrir höndum, þótt frv. þetta gangi fram á þessu þingi.