10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í B-deild Alþingistíðinda. (1912)

145. mál, löggilding verslunarstaða að Klettsvík

Flutningsmaður (Sigurður Gunnarsson):

Eg gat þess áðan, að fundur hefði verið haldinn í Ólafsvík og þar samþykt með öllum atkv. að biðja um löggildinguna. Eg vona því, að þm. sjái að hér er alt öðru máli að skifta, en þegar rætt var um Viðey. Mikill meiri hluti kjósenda í Neshrepp innri, bæði í innri hluta hreppsins og Ólafsvík sjálfri voru með löggildingu Klettsvíkur, en flestallir kjósendur Reykjavíkur eru harðlega mótfallnir löggildingu Viðeyjar.