18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (1938)

93. mál, löggilding Viðey

Magnús Blöndahl:

Eg hefi eigi sannfærst af ræðum seinni meðmælenda með þessu frumv. Þeir hafa ekki lagt áherzlu á það, sem að mínu áliti er eitt af aðalatriðunum, og sem eg þegar áður hefi tekið fram, nefnilega það, að hér stendur svo sérstakt einkennilega á, að sá staður, sem löggilda á, er alveg við höfuðstað landsins; að hafnartæki hér séu slæm, skal eg engan veginn mótmæla, en eg vil þá leyfa mér að spyrja, hve mörg skip hafa notað þessa góðu Viðeyjarbryggju? Eg held, að þau séu fá íslenzk fiski- og verzlunarskip, sem tekið hafa kol og salt í Viðey. Annars hafa meðmælendur ekki fært neinar sannanir fyrir því, að aðrir en félagið hafi hag af þessu. Ef þingið færi að löggilda fyrir einstaka menn, væri það ný og hættuleg braut, sem þingið legði inn á. Hið eina rétta finst mér því að fella frumv. þegar við 1. umræðu.