17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1411 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Þorkelsson:

Breyt.till. sú, sem hér er fram kornin nú ásamt frumv. þessu, er þannig löguð, að hún er sjálfsamþykt, þegar til annarar umr. kemur. Ákvæði þau, sem hún fer fram á að fella niður, er þann veg til komin, að efri deild hefir ólöglega og lævíslega hnýtt þar aftan í eina málsgrein frumvarpsins öðru frumvarpi, sem búið var að fella nú á þessu þingi hér í deildinni, og var um löggilding verzlunarstaðar í Viðey í Kjósarsýslu. Þetta eitt út af fyrir sig er í raun réttri, ef í harðan reikningsskap væri gengið, nóg til þess að máli þessu væri réttast að vísa frá, og það kannast einnig hinn háttv. forseti við, að koma hefði mátt til álita, enda er þetta verk efri deildar ekkert annað en blátt áfram lagabrot, brot á þingsköpunum. Ekki ætla eg þó að halda því fram, að þetta verði gert að frávísunarsök, en þann liminn á frumv., sem hneykslar, vil eg fá afsniðinn.