18.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

10. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Sigurður Stefánsson:

Eg vil láta gleði mína í ljósi yfir þessu frv. Mér er kunnugt um, hve erfitt það á uppdráttar, vátryggingarfélagið fyrir skip og báta á Ísafirði. Svo erfitt, að það liggur nærri að það falli úr sögunni. Svo mun og vera víðar; sjóðirnir eru svo litlir, að þeir að eins geta tekið minstu skip í trygging. Frv. er orð í tíma talað til þess að styrkja hin minni félög. Eg verð einnig að gleðjast yfir þeim upplýsingum, sem hæstv. ráðherra gaf um að góðar vonir væru um það, að geta endurtrygt hjá erlendum félögum. Áhætta landsjóðs er að vísu dálítil, en það mætti ef til vill laga í nefnd, og málið er svo mikilsvert, að nefnd væri æskileg, og vii eg því stinga upp á nefnd að umræðu lokinni.