04.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (2342)

118. mál, háskólamálefni

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Eg álít, að það sé als ekki nauðsynlegt að gera frekari undantekningar, en tillagan fer fram á. En ef svo væri, að þess þætti þurfa, þá hefir landsstjórnin öldungis óbundnar hendur um það. Hér er einungs skorað á hana að gera það, sem í tillögunni stendur, en henni hvergi bannað að gera hvað annað, sem hún álítur nauðsynlegt. Eg er samdóma háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) um það, að læknastétt landsins hafi gott af að fullkomnast erlendis. En eg álít læknaefnin eigi þá fyrst að fara til fullkomnunar í önnur lönd, þegar þeir hafa lokið hér fullnaðarprófi. Þeir eru víst ekki of þroskaðir til þeirra ferða fyrri.