22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1961 í B-deild Alþingistíðinda. (2415)

132. mál, fiskiveiðamál

Jón Ólafsson:

Eg er samþykkur, að nefnd sé sett í málið, en þykir hinsvegar að röksemdir þm. Rvík. (J. Þ. og M. Bl.) séu harla undarlegar fyrir tillögum þeirra í dag. 2. þm. Rvík. (M. Bl.) vildi girða með lögum fyrir, að kaupmenn gætu farið á höfuðið, en 1. þm. (J. Þ.) vill finna með lögum ráð við því, að útgerðarmenn setji sig á höfuðið með því að greiða of hátt kaup. Þetta kann hvorttveggja að vera þjóðráð. En af því að fleira kann að hugkvæmast þeim hugvitsmönnum samkynja þessu, þá vildi eg skjóta því til þeirra, hvort þeir geti ekki sparað alþingi nefndir og fjölda frumvarpa að óþörfu, með því að unga út einu alsherjarfrumvarpi, er stranglega bjóði öllum landsmönnum að vera hagsýnir og skynsamir. Það mundi lækna öll þessi mein í einu!!