08.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (2441)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Flutningsmaður (Björn Sigfússon):

því fer fjarri, að eg sé þeirri uppástungu háttv. þingm. Vestm. (J. M.) mótfallinn, að málinu sé vísað til fjárlaganefndar. Það mætti greiða atkvæði um tillöguna í tvennu lagi. — Skal þá sérstaklega borinn upp síðari liðurinn og honum vísað til fjárlaganefndar. Fyrri hlutann má samþykkja eins og hann er. Annars er það ef til vill réttast að fresta umræðunni, og mætti þá breyta tillögunni.