11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1980 í B-deild Alþingistíðinda. (2445)

139. mál, áætlanir og mælingar verkfræðings

Ráðherrann (H. H.):

Mér er óskiljanlegt, hvers vegna er komið með þessa þingsályktunartillögu. Til rannsókna símalínum er veitt fé á fjárlögunum, það þarf ekki annað en að senda beiðni til stjórnarráðsins um slíkar rannsóknir, og eru slíkar beiðnir þegar bornar undir álit landsímastjórans, og framkvæmdar, ef tiltök eru.

Yfirleitt eru allar þessar breyt.till. svo vaxnar, að engin ástæða var til að bera þær upp hér; nægilegt að snúa sér til stjórnarráðsins. Engin von, að hver einstakur þm. viti, hvað búið er að ransaka og hvað ekki, t. d. er þegar búið að ransaka brúarstæði á Miðfjarðará og fleira af því, sem nefnt hefir verið. Það er líkast því sem hinir háttv. þm. vilji gefa verkfræðingnum vantraustsyfirlýsingu.