15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (2471)

Umræður um kjörbréfin

Jón Ólafsson:

Mér finst ástæða til, að seðlar þeir, sem hér er ágreiningur um, séu látnir ganga milli þingmanna, svo þeim gefist kostur á að athuga, hvort þeir séu lakari en seðlar þeir, sem teknir hafa verið gildir í sama kjördæmi, því ekki er rétt að bera þá saman við seðla úr öðrum kjördæmum t. d. Reykjavík. Það hefir verið regla þingsins til þessa, að ógilda ekki kosningu þó að einhverjar formlegar misfellur hafi á verið, ef ekki hefir verið vafi á, að vilji kjósenda hafi þó komið í ljós. — Þingmenn ættu að fá að líta á þessa seðla.