13.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1996 í B-deild Alþingistíðinda. (2619)

Lenging þingtímans

Ráðherrann (B. J.):

Eg skal lýsa því yfir, að samkv. allrahæstum konungsúrskurði frá 1. þ. m. er heimilt að lengja þingtímann um 4 vikur, en eftir samráði við ýmsa háttv. þm. hefi eg afráðið, að tíminn skuli þó ekki að svo stöddu lengdur um meira en helming þess tíma, er heimilaður hefir verið, þ. e. 2 vikur. Það er með öðrum orðum til 24. þ. m. Og þess vænti eg fastlega, að þingstörfum verði hraðað sem mest má verða, að alt kapp verði á það lagt, að þeim verði lokið á þeim fresti.

En þó má gera ráð fyrir hinu, að það verði ónóg; þó vona eg, að ekki þurfi á lengri fresti að halda en til næstu mánaðamóta.

Þá vil eg leyfa mér að gera grein fyrir, hví eg er hér staddur nú, í ráðherrasætinu. Hans Hátign konunginum þóknaðist 31. f.m. allramildilegast að veita ráðherra Hannesi Hafstein lausn í náð frá embætti og með lögmæltum eftirlaunum, og því næst samstundis að skipa mig til að gegna þessu embætti frá 1. þ. m.

Báðir höfum við undirskrifað með konungi hver sitt skjal, fyrirrennari minn og eg, hann (H. H.) undirlausn sína, og eg undir skipun mína.

Eins og mönnum er kunnugt, hefir sú tilhögun ekki tíðkast áður; yfirráðgjafinn danski undirskrifaði skipunarbréf fyrirrennara míns. En þessari nýbreytni, sem mikið hefir orðið tilrætt um að æskileg væri, veit eg til að hefir framgengt orðið að ráði yfirráðráðgjafans danska, sem nú er (N. Neergaards), fyrir orð háttv fyrirrennara míns í embættinu (H. H.) í vetur.

___________

Síðar framlengdi ráðherra þingið til til loka aprílmánaðar og 30. apríl enn að nýju til 8. maí.