02.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í B-deild Alþingistíðinda. (2632)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Steingrímur Jónsson:

Eg vil að eins gera stutta athugasemd. Eg hefi líka lesið greinina og sýnist frumv. hafi sitt fulla gildi þótt orðinu »einkum« sé slept. En áherzlan liggur þá þar sem hún á að liggja, nfl. að skógar og kjörr séu beitt sem minst, þegar snjór er á jörð og að vorinu.