27.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í B-deild Alþingistíðinda. (267)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Kristinn Daníelsson:

Eg skal vera stuttorður urra þetta mál. Deildin virðist taka vel breytingum þeim, sem nefndin hefir gert. Og eg hygg, að enn megi laga þær svo, að þær fullnægi öllum.

Háttv. 4. kgk. þm. kom fram með ýmsar athugasemdir að því er snertir víði, fjalldrapa og lyng. Mun nefndin fús á að bera sig saman við hann um þetta efni.

Allar aðrar athugasemdir hafa lotið að 7. gr. Þar sem í greininni er komist þannig að orði, að menn eigi að kosta kapps o. s. frv., þá gæti það að vísu verið vafasamt, hvort það orðatiltæki eigi vel við í lögum, en bæði stjórn og nefnd hafa þó hallast að því. Það á fremur að vera bending heldur en skipun, enda ekki um sektir að ræða í þessu efni. Þetta orðatiltæki hefir því verið látið standa, enda verða lögin í þessu og fleiri atriðum að skoðast sem tilraun. Eg skal t. d. játa, að vafasamt getur verið, hvort hægt verði til fullnustu að koma í veg fyrir að rifinn verði mosi og lyng. En tilraun verður að gera. — Annars vona eg, að þetta mál hljóti greiða meðferð í háttv. deild.