17.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (450)

32. mál, friðun silungs

Jósef Björnsson:

Eg hefi leyft mér að koma með nokkrar breytingartillögur við þetta frumvarp. Það eru að eins orðabreytingar á stöku stöðum og svo breyting á fyrirsögn frumvarpsins. Orðabreytingarnar álít eg heldur til bóta, þær gera málið skýrara. Sérstaklega vil eg benda á fyrstu orðabreytinguna, að í stað »samþykt þá« komi »samþyktina«. En einkum tel eg að það heiti, sem eg hefi stungið upp á, eigi betur við frumvarpið, en það heiti, sem það nú hefir.