08.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

41. mál, bankavaxtabréf

Eiríkur Briem:

Tilefnið til þessa frumv. er það, að það er farið að siga á seinni hluta bankavaxtabréfa þeirra, er heimilað var að gefa út með lögum 20. oktbr. 1905. Má gera ráð fyrir að þau verði búin löngu fyrir næsta þing. Því er það að eg, eftir samráði við bankastjórnina, kem fram með þetta frumv. Eg skal geta þess, að það er að öllu samhlj. lögum 20. oktbr. 1905 um 2. flokk bréfanna með þeim einum breytingum, að heita má, að vitnað er í þau lög á stöku stað. Samt finst mér þetta svo mikilsvert mál, að eg álít sjálfsagt að setja nefnd í það, og vil eg stinga upp á 3. manna nefnd.