20.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1000 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

78. mál, fjármálanefnd

Lárus H. Bjarnason:

Tillagan er gagnslaus, en hún er líka meinlaus, og því skal eg ekki amast við henni. Hún er gagnslaus af því, að atkvæðagreiðslan í neðri deild um fjárlögin er nú svo langt komin, að nefndin getur ekki héðan af fylgst með henni. Nú, en tillagan mun vera borin fram til þess að tryggja meirihlutanum fleiri sæti í nefndinni en hann hefði átt vís ef kosið hefði verið í nefndina eftir brottför hæstv. forseta. Nú er það að vísu óþarft að skipa sérstaka fjármálanefnd nú þegar af þeirri ástæðu af því að minni hlutinn hefði staðið við loforð sitt, að eftirláta meiri hlutanum það sætið, sem annars hefði átt að verða hlutkesti um. — En sem sagt, tillagan er meinlaus og því mun minni hlutinn ekki amast við henni.